Svipmynd úr leiknum. Ljósm. fotbolti.net/ Hafliði Breiðfjörð.

Höfðu ekki erindi sem erfiði á Hlíðarenda

Valur hóf titilvörn sína á 2-0 heimasigri gegn ÍA í gær, í opnunarleik Íslandsmótsins í knattspyrnu sem fram fór á Hlíðarenda. Fyrri hálfleikurinn í leiknum var lítið fyrir augað, en Valur byrjaði seinni hálfleikinn mun betur og uppskar mark á 55. mínútu þegar Patrick Pedersen skoraði eftir undirbúning Kaj Leo. Ellefu mínútum síðar var Ísak Snær Þorvaldsson búinn að fá tvö gul spjöld í liði ÍA og þar með rautt. Valsmenn nýttu sér liðsmuninn og bættu við öðru marki þegar Kristinn Freyr skoraði. Talsverður gæðamunur var á liðunum í síðari hálfleik og niðurstaðan sú að Skagamenn fara án stiga í aðra umferð en Íslandsmeistararnir með þrjú.

Líkar þetta

Fleiri fréttir