Frá viðureign Skallagríms og Snæfells í fyrra. Ljósm. úr safni.

Vesturlandsslagur á sunnudaginn

Vesturlandsslagur verður í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik á sunnudaginn, 2. maí, þegar Skallagrímur fær Snæfell í heimsókn. Viðureignir þessara nágrannaliða eru oftar en ekki æsispennandi og má því búast við hörku og spennu á sunnudaginn. Síðasta viðureign þessara liða var í lok febrúar þegar Skallagrímur sigraði með aðeins einu stigi, 65-66.

Snæfell situr nú í sjöunda sæti deildarinnar með sex stig en Skallagrímur er í fimmta sæti með 16 stig. Leikurinn mun fara fram í Borgarnesi sunnudaginn 2. maí og hefst kl. 16:00.

Líkar þetta

Fleiri fréttir