Nebojsa Knezevic var atkvæðamestur í liði Skallagríms. Ljósm. Skallagrímur.

Tap hjá Skallagrímskörlum á Ísafirði

Skallagrímsmenn máttu játa sig sigraða gegn Vestra þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið, 102-85. Leikið var á Ísafirði. Lið Vestra var sterkara liðið á vellinum allan tímann. Snemma í upphafsfjórðungnum voru heimamenn búnir að ná forskotinu og voru komnir níu stigum yfir gestina áður en leikhlutinn rann út. Í öðrum leikhluta áttu Borgnesingar ágætan kafla og náðu aðeins að ógna forskoti heimamanna. En þegar leikhlutinn var hálfnaður voru aðeins tvö stig sem skildu liðin að. Lið Vestra var engu að síður sterkar liðið og þegar flautað var til hálfleiks voru þeir með 55 stig gegn 49 stigum Skallagríms.

Skallagrímsmenn áttu erfitt uppdráttar eftir hléið og á fimm mínútna kafla náðu þeir engu stigi og staðan var 73-65 fyrir lokafjórðunginn. Lokafjórðungurinn byrjaði aðeins betur hjá Borgnesingum og þeir náðu að halda í við Vestra fyrstu mínúturnar. Um miðjan leikhlutann misstu þeir svo heimamenn frá sér og náðu aldrei að bæta það upp og lokatölur 102-85 fyrir Vestra.

Í liði Skallagríms var Nebojsa Knezevic atkvæðamestur með 22 stig, Kristján Örn Ómarsson átti 15 stig, Marques Oliver átti 14 stig og sex fráköst, Davíð Guðmundsson var með tólf stig, Eyjólfur Ásberg Halldórsson skoraði ellefu stig, tók sex fráköst og gaf átta stoðsendingar, Kristófer Gíslason skoraði sex stig, Ólafur Þorri Sigurjónsson átti fjögur stig og Marinó Þór Pálmason skoraði eitt stig. Í liði Vestra var Ken-Jah Bosley atkvæðamestur með 28 stig og sex fráköst og Nemanja Knezevic átti 23 stig, 14 fráköst og sex stoðsendingar.

Skallagrímur er nú í fimmta sæti deildarinnar með 16 stig, eins og Sindri í sætinu fyrir ofan og tveimur stigum frá Vestra í sætinu fyrir neðan.

Næsti mætir Skallagrímur Álftanesi í Borgarnesi föstudaginn 30. apríl kl. 19:15.

Líkar þetta

Fleiri fréttir