Kári mætir Skallagrími í Mjólkurbikarnum

Skallagrímur úr Borgarnesi sigraði Snæfell úr Stykkishólmi örugglega 5:1 í Mjólkubikarleik í knattspyrnu í gær. Spilað var í Ólafsvík. Skallagrímur mætir því Kára í Vesturlandsslag í næstu umferð í leik sem fram fer í Akraneshöllinni. Kári slapp auðveldlega í gegnum 64 liða úrslitin þar sem Vængir Júpíters drógu sig úr keppni áður en leikurinn átti að fara fram.

Í leiknum í gær náðu Skallagrímsmenn þriggja marka forystu á fyrsta hálftímanum með mörkum þeirra Snorra Kristleifssonar, Hervars Gunnarsson og Sigurjóns Ara Guðmundssonar. En aðeins tveimur mínútum síðar misstu Skallagrímsmenn Ástþór Ými Alexandersson af velli með rautt spjald. En það kom ekki í veg fyrir að Skallagrímsmenn bættu fjórða markinu við fyrir leikhlé og var Viktor Már Jónasson þar að verki.

Snæfell náði að klóra í bakkann þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik með marki Mateusz Roman Kubas en mínútu síðar gulltrygðu Borgnesingar sigurinn með fimmta marknu og var Fabian Jan Zawiszewski þar að verki.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Bayeux og Borgarnes

Það var góð tilfinning að koma í Landnámssetur Íslands síðastliðinn fimmtudag og finna þar aftur fullt hús af menningarþyrstum leikhúsgestum.... Lesa meira