Kára dæmdur sigur í Mjólkurbikarleik

Knattspyrnufélaginu Kára var dæmdur 3:0 sigur þegar andstæðingar þeirra í 64-liða úrslitum, Vængir Júpiters, ákváðu að draga lið sitt úr keppni. Það verður því Vesturlandsslagur í 32-liða úrslitum keppninnar þegar Kári mætir sigurvegurunum úr viðureign Snæfells og Skallagríms. Leikurinn mun fara fram í Akraneshöllinni sunnudaginn 2. maí nk.

Líkar þetta

Fleiri fréttir