Þrumufleygur frá Harley Willard, en boltin hafnaði í netinu. Ljósmyndir: af.

Víkingur Ólafsvík skoraði 18 mörk í Mjólkurbikarleik

Það voru ótrúlegar tölu sem litu dagsins ljós í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu í Ólafsvík í gær. Þá sigraði lið Víkings Ó lið Gullfálkans frá Reykjavík með markatölunni 18:0, hvorki meira né minna.

Þetta var því leikur kattarins að músinni. Það voru þeir Kareem Isiaka og Harley Willard sem skoruðu sex mörk hvor. Þorleifur Úlfarsson og Bjartur Bjarmi Barkarson skoruðu tvö hvor og Hlynur Sævar Jónsson skoraði eitt mark og eitt mark var sjálfsmark Gullfálkans.

Kareem Isiaka við það að skora eitt af sínum sex mörkum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Bayeux og Borgarnes

Það var góð tilfinning að koma í Landnámssetur Íslands síðastliðinn fimmtudag og finna þar aftur fullt hús af menningarþyrstum leikhúsgestum.... Lesa meira