F.v. Sigurður Þorsteinn Guðmundsson, Matthías Leó Sigurðsson og Einar Jóel Ingólfsson. Á myndina vantar Ársæl Erlingsson og Valdimar Guðmundsson.

Keilufélagið tryggði sér sæti í efstu deild

Keilufélag Akraness mun eiga tvö lið í efstu deild á næsta keppnistímabili. Lið ÍA í 2. deild karla sigraði á mánudaginn sinn síðasta leik í deildinni og tryggðu sér þá fyrsta sætið og farmiða upp í efstu deild á næsta tímabili. Fyrir var Keilufélag Akraness með lið sem er sem stendur í öðru sæti í efstu deild og öruggt í úrslitakeppnina.

Liðið sem færist nú upp um deild er skipað þeim Ársæli Erlingssyni, Einari Jóel Ingólfssyni, Matthíasi Leó Sigurðssyni, Sigurði Þorsteini Guðmundssyni og Valdimar Guðmundssyni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Bayeux og Borgarnes

Það var góð tilfinning að koma í Landnámssetur Íslands síðastliðinn fimmtudag og finna þar aftur fullt hús af menningarþyrstum leikhúsgestum.... Lesa meira