Sigruðu Selfyssinga í æfingaleik

Skagamenn léku æfingaleik í fótbolta á Selfossi síðastliðinn laugardag gegn heimamönnum. Skagamenn sigruðu í leiknum 2:1. Eftir markalausan fyrri hálfleik náðu heimamenn á Selfossi forystunni með marki Arons Einarssonar, en aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Gísli Laxdal Unnarsson metin fyrir Skagamenn eftir góðan undirbúning Guðmundar Tyrfingssonar og Hákons Inga Jónssonar. Það var síðan Þórður Þorsteinn Þórðarson sem skoraði sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok eftir að henn fékk stungusendingu innfyrir vörn heimamanna. Skagamenn leika annan æfingaleik gegn KR á Akranesi um næstu helgi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir