Kvennalið ÍA fær framherja frá USA

Bandaríski framherjinn Dana Scheriff hefur gengið til liðs við Knattspyrnufélag ÍA. Hún lék síðast í bandaríska háskólaboltanum með Monmouth Hawk í New Jersey. Hún gerir samning við ÍA út keppnistímabilið sem framundan er. Dana raðaði inn mörkum með Monmouth Hawks og fær nú að spreyta sig með Skagakonum í Lengjudeildinni í sumar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir