Frá leik Skallagríms og Snæfells í fyrra. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

Karfan fer af stað aftur

Domino’s deild kvenna í körfuknattleik fer aftur af stað á miðvikudaginn í næstu viku, 21. apríl. Þá munu Borgnesingar taka á móti Keflvíkingum í Fjósinu og Snæfellingar fá Hauka í heimsókn í Hólminn. Báðir leikir hefjast kl. 19:15.

Skallagrímur situr nú í fimmta sæti deildarinnar með tólf stig, átta stigum á eftir Fjölni í sætinu fyrir ofan og tveimur stigum á undan Breiðabliki í sætinu fyrir neðan. Snæfell situr nú í sjöunda og næst-neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig, jafn mörg og KR í sætinu fyrir neðan og sex stigum á eftir Breiðabliki í sætinu fyrir ofan.

Líkar þetta

Fleiri fréttir