Dino Hodzic genginn í raðir ÍA manna

Markvörðurinn Dino Hodzic er genginn til lið við ÍA frá Kára. Dino er 25 ára gamall Króati sem gekk upphaflega til liðs við ÍA sumarið 2019 en skipti yfir til Kára fyrir síðasta tímabil. Hann hafnaði nýlega tilboði frá liði í efstu deild til þess að verða áfram hjá Kára, en hefur nú ákveðið að ganga til liðs við ÍA.

Dino mun veita Árna Snæ Ólafssyni keppni um markvarðarstöðuna í liði ÍA í sumar, en hann stóð sig mjög vel hjá Kára og hefur verið einkar öruggur í vítaspyrnuvörslum. Á heimasíðu ÍA segir að Dino sé mikill liðsstyrkur fyrir Skagamenn og hann boðinn velkominn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir