VÍS bikarinn í körfuknattleik

Dregið var í VÍS bikarnum í körfuknattleik á þriðjudaginn. Skallagrímur og Hamar mætast í forkeppni VÍS bikars karla en liðið sem sigrar mun komast í undankeppnina og mætir þar Sindra í keppni um sæti í 16 liða úrslitum bikarsins.

Búið er að draga í 16. liða úrslit VÍS bikars kvenna. Þar mun Skallagrímur mæta Valskonum og Snæfell mætir Keflavík. Samhliða útdrættinum á þriðjudaginn voru dagsetningar ákveðnar, en í gær var sett bann við öllum íþróttaæfingum og -leikjum og því er fullkomin óvissa nú um hvenær leikirnir í bikarnum fara fram.

Líkar þetta

Fleiri fréttir