Frá æfingu landsliðsins. Ljósm. KSÍ.

Ísland mætir Þýskalandi í kvöld

Íslenska A landslið karla í knattspyrnu mætir Þýskalandi í Duisburg í kvöld, fimmtudag, kl: 19:45. Þetta er fyrsti leikur liðsins í undankeppni fyrri HM 2022 og jafnframt 500. leikur íslenska liðsins frá upphafi. Ísland á að leika þrjá leiki í undankeppninni í mars. Strákarnir mæta Armeníu á sunnudaginn, 28. mars, og Liechtenstein næsta miðvikudag, 31. mars. Allir leikurnir verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV.

Líkar þetta

Fleiri fréttir