Skallagrímur tapaði fyrir Álafossi og spilar næst við golfklúbbinn

Leikmenn Skallagríms úr Borgarnesi léku á sunnudaginn gegn Álafossi í Lengjubikarnum og fór leikurinn fram í Mosfellsbæ. Álafoss sigraði í leiknum 3:1. Heimamenn náðu tveggja marka forystu með þriggja mínútna millibili um miðja fyrri hálfleikinn, með mörkum Kristins Arons Hjartarsonar og Ingva Þórs Albertssonar. En eftir hálftíma leik var einum leikmanni Álafoss vísað af leikvelli með rautt spjald. Það nýttu Skallagrímsmenn sér og Óttar Begmann Kristinsson minnkaði muninn þremur mínútum fyrir leikhlé. Þannig var staðan þar til tvær mínútur lifðu leiks en þá gulltrygðu heimamenn sigurinn með marki Karabo Mgiba. Næsti leikur Skallagrímsmanna verður heimaleikur gegn liði Golfklúbbs Grindavíkur nk. sunnudag 28. mars.

Líkar þetta

Fleiri fréttir