Skagakonur töpuðu naumlega

Skagakonur mættu stöllum sínum úr Víkingi Reykjavík í Lengjubikarnum í fótbolta á föstudagskvöld, í leik sem fam fór í Akraneshöllinni. Leiknum lauk með naumum sigri Víkings 3:2. Víkingur leiddi 2:0 í hálfleik með mörkum þeirra Nadíu Atladóttur og Dagnýjar Rúnar Pétursdóttur og fátt benti til annars en að öruggur sigur Víkings væri í höfn þegar Nadía Atladóttir skoraði þriðja mark gestanna og sitt annað mark í leiknum um miðjan síðari hálfleikinn. En Skagakonur neituðu að gefast upp og á 81. mínútu leiksins minnkaði Unnur Ýr Haraldsdóttir muninn og aðeins fimm mínútum síðar minnkaði Erla Karitas Jóhannesdóttir muninn enn frekar og niður í eitt mark og á spennandi lokamínútum gerðu Skagakonur harða hríð að marki gestanna en tókst ekki að jafna metin og urðu að sætta sig við naumt tap. Næsti leikur hjá konunum er gegn HK í Kórnum laugardaginn 27. mars.

Líkar þetta

Fleiri fréttir