Í C-flokki stúlkna röðuðu Skagastúlkur sér í þrjú efstu sætin. F.v. Ester Guðrún, Þórkatla Þyrí og Beníta Líf. Ljósm. Ben Mokry.

ÍA með fjóra klifrara á verðlaunapalli

Fyrsta móti af fjórum í Íslandsmeistarmótaröðinni 2021 í klifri fór fram á laugardaginn í Klifurhúsinu í Reykjavík. ÍA mætti með stóran hóp klifrara í yngri flokkum (B-og C-flokki) og hefur keppnishópurinn aldrei verið stærri. „Leiðasmiðir lögðu upp með fjölbreyttar leiðir, sem einkenndust af erfiðum samhæfingar hreyfingum og jafnvægi. Leiðirnar voru allar í erfiðari kantinum og máttu klifrarar hafa sig alla við, lítið mátti út af bregða og því voru taugar og vöðvar þandir til hins ítrasta,“ segir í frétt frá Klifurfélagi Akraness.

Í C-flokki stúlkna hreinsuðu ÍA stúlkur borðið og röðuðu sér í þrjú efstu sætin. Þórkatla Þyrí sigraði með sex toppa og sjö bónusa, Ester Guðrún hafnaði í öðru með fimm toppa og sex bónusa, og Beníta Líf stal því þriðja með þrjá toppa og fimm bónusa.

Í B-flokki stúlkna hafnaði Sylvía Þórðardóttir í öðru sæti á eftir Ásthildi Elfu en báðar hlutu þær fjóra toppa og sex bónusa en Sylvía þurfti þremur tilraunum fleiri til að ná bónus, ellefu tilraunir á mót átta frá Ásthildi. Í þriðja sæti hafnaði Hekla Petronella með fjóra toppa og fimm bónusa.

Skagastrákarnir náðu sér ekki almennilega á flug á þessu fyrsta móti ársins en bestu árangri þeirra náði Rúnar Sigurðsson en hann tók sjötta sæti í B-flokki drengja.

Sylvía Þórðardóttir ÍA varð í öðru sæti í B-flokki. Hér ásamt Ásthildi Elfu og Heklu Petronellu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

160 fermetra húsi stolið

Lögreglunni á Vesturlandi barst nýlega tilkynning um að 160 fermetra ósamsettu stálgrindarhúsi hefði verið stolið frá Galtarholti í Borgarbyggð. Ljóst... Lesa meira