Hákon Ingi Jónsson. Ljósm. fotbolti.net

Skagamenn fá framherja úr Fylki

Knattspyrnumaðurinn Hákon Ingi Jónsson, framherji úr Fylki, hefur gengið til liðs við Skagamenn. Hákon Ingi gerði þriggja ára samning við ÍA. Hann hefur leikið allan sinn knattspyrnuferil með Fylki utan eitt ár, sem var árið 2016 en þá lék hann með HK sem þá var undir stjórn Jóhannesar Karls Guðjónssonar. Hákon Ingi skoraði þá 13 mörk með félaginu sem lék þá í næstefstu deild. Þannig þekkir Jóhannes Karl vel til leikmannsins. Á síðasta tímabili lék Hákon Ingi 17 leiki með Fylki og skoraði í þeim tvö mörk.

Líkar þetta

Fleiri fréttir