Bárumeistarar 2021 eru þau Kajus Jatautas og Viktoria Emilia Orlita. Ljósm. SA.

Vel heppnað Bárumót haldið í gær

Síðastliðinn mánudag fór fram Bárumót í sundi í Bjarnalaug á Akranesi. Bárumót er árlegt innanfélagsmót þar sem krakkar á aldrinum 8-12 ára taka þátt. Smá breytingar voru á fyrirkomulagi mótins í ár þar sem Bjarnalaug uppfyllir ekki skilyrði svo foreldrar gætu komið og horft á. Þrátt fyrir það skemmtu krakkarnir sér vel, syntu flott og sýndu frábærar bætingar. Alls voru 33 sundkrakkar sem kepptu á mótinu og sýndu miklar framfarir. Allir fengu verðlaunapening fyrir þátttöku auk þess sem stigahæsta stelpan og strákurinn fengu farandbikar sem gefnir eru til minningar um Báru Daníelsdóttur. Bárumeistarar 2021 eru þau Kajus Jatautas og Viktoria Emilia Orlita.

Líkar þetta

Fleiri fréttir