Siguroddur og Eldborg. Ljósm. Brynja Gná Heiðarsdóttir.

Siguroddur og Eldborg sigurvegarar í slaktaumatölti

Síðastliðinn föstudag var keppt í slaktaumatölti í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum í Faxaborg. Siguroddur Pétursson varð efstur á hryssunni Eldborgu frá Haukatungu Syðri I með einkunnina 7,20. Hann leiðir jafnframt í einstaklingskeppninni á mótinu með 20 stig, Anna Björk Ólafsdóttir er með 17 og Þórdís Erla Gunnarsdóttir þriðja með 13 stig.

Efstur í B úrslitum varð Snorri Dal á Bálki frá Dýrfinnustöðum með 6,75. Það var svo lið Stelpnanna í Slippfélaginu og Kerckhaert sem varð stigahæst liða á föstudaginn og verma þær toppsætið í keppninni með 77 stig. Annað er Hestaland með 70 stig, Skáney/Fagerlund með 66, Söðulsholt með 63, Laxárholt með 49 og Skipanes/Steinsholt með 23.

A-úrslit

1: Siguroddur Pétursson – Eldborg frá Haukatungu Syðri I – 7,20

2-3: Anna Björk Ólafsdóttir – Eldey frá Hafnarfirði – 6,91

2-3: Hrefna María Ómarsdóttir – List frá Múla – 6,91

4: Elvar Logi Friðriksson – Griffla frá Grafarkoti – 6,67

5: Arnar Máni Sigurjónsson – Arion frá Miklholti – 6,62

Næsta keppnisgrein í Vesturlandsdeildinni er gæðingafimi og fer sú keppni fram 25. mars nk.

Líkar þetta

Fleiri fréttir