Efstu þrjár í opnum flokki.

Guðbjört Lóa og Jóhanna Vigdís Tímamótsmeistarar

Um síðustu helgi fór fram Tímamót á vegum Glímusambands Íslands. Á Tímamóti gilda örlítið aðrar reglur en á venjulegu glímumóti, en það er stigamót þar sem keppandi fær stig fyrir það hversu fljótur hann er að leggja andstæðinginn. Sigurvegarinn hlýtur 10 stig fyrir að leggja andstæðinginn á fyrstu 12 sekúndunum, svo 9 stig fyrir næstu 12 sekúndurnar o.s.frv.

Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir úr Glímufélagi Dalamanna bar sigur úr býtum í opnum flokki með 21 stigi og varð í öðru sæti í +70 kg flokki, aðeins fjórum stigum á eftir sigurvegaranum. Jóhanna Vigdís Pálmadóttir einnig úr GFD keppti í fyrsta sinn í unglingaflokki (15-20 ára) og sigraði í flokknum með 27 stig. Þess má geta að Jóhanna er aðeins 15 ára og á því framtíðina fyrir sér í glímu. Dagný Sara Viðarsdóttir stóð sig einnig vel og varð í þriðja sæti í unglingaflokki.

Ársþing Glímusambandins fór fram eftir mótið, en þar var Svana Hrönn Jóhannsdóttir frá GFD kosinn formaður í þriðja skiptið, þá var Guðbjört Lóa kosin í varastjórn. Nánari úrslit frá Tímamótinu má finna á heimasíðu GLÍ: www.glima.is

Efstu þrjá í unglingaflokki.

Líkar þetta

Fleiri fréttir