Fyrsti blakleikurinn í langan tíma

Fyrr á árinu hófst deildarbikarkeppni neðri deilda í blaki. Meistaraflokkur kvenna hjá Ungmennafélagi Grundarfjarðar fékk heimaleik í fyrstu umferð en þetta er fyrsti heimaleikur liðsins í ansi langan tíma. Þá var það lið Þróttar í Reykjavík sem kom í heimsókn og úr varð hörku leikur. Áhorfendur voru leyfðir á vettvangi, en vel var hugað að sóttvörnum eins og sóttvarnareglur gerðu ráð fyrir. Góð stemning var á leiknum og ljóst að blakþyrstir áhorfendur kunnu vel að meta að komast á leik aftur eftir langt hlé. Leiknum lyktaði með sigri heimamanna í oddahrinu en næst eiga stelpurnar útileik.

Líkar þetta

Fleiri fréttir