Báðum Vesturlandleikjunum í körfunni frestað vegna veðurs

Tveimur leikjum sem vera áttu í kvöld hefur verið frestað í Domino’s deild kvenna í körfubolta. Þetta er annars vegar leikur Breiðabliks og Snæfells og hins vegar leikur Fjölnis og Skallagríms. Ófært er um Kjalarnes og ekki ráðlagt að fara hjáleiðir.

Viðureign Fjölnis og Skallagríms verður 11. mars kl. 18:30 og leikur Breiðabliks og Snæfells verður 11. mars kl. 20:00.

Líkar þetta

Fleiri fréttir