
Kolbrún Katla sigraði í gæðingafimi
Keppt var í gæðingafimi í Meistaradeild Líflands & æskunnar síðastliðinn sunnudag í TM höllinni í Víðidal í Reykjavík. Kolbún Katla Halldórsdóttir var sigurvegari dagsins á hryssunni Sigurrós frá Söðulsholti með einkunnina 6,9. Keppnin var mjög jöfn og litlu munaði á efstu þremur keppendum. Kolbrún Katla kemur frá Hestamannafélaginu Borgfirðingi og keppti á mótinu fyrir lið Icewear.