Jafntefli hjá Skagastúlkum

Kvennalið ÍA gerði 2:2 jafntefli gegn Gróttu á útivelli í gær í Lengjubikarnum í fótbolta. Unnur Ýr Haraldsdóttir kom Skagastúlkum yfir strax á 7. mínútu. Grótta jafnaði um miðjan hálfleikinn en rétt fyrir lok hálfleiksins náði Róberta Lilja Ísólfsdóttir forystunni að nýju fyrir Skagastúlkur, en í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Grótta og þar við sat. Næsti leikur Skagastúlkna í Lengjubikarnm er heimaleikur gegn Víkingi Reykjavík, föstudaginn 19. mars.

Líkar þetta

Fleiri fréttir