Hjalti Ásberg Þorleifsson á ferðinni. Ljósm. Skallagrímur.

Skallagrímur lagði Hrunamenn

Skallagrímur sigraði Hrunamenn, 86-68, í 1. deild karla í körfubolta í leik sem spilaður var í Fjósinu á föstudaginn. Skallagrímur setti tóninn strax í fyrsta leikhluta og var fimm stigum yfir þegar leikhlutanum lauk, 21-16. Í öðrum leikhluta héldu heimamenn áfram að auka forskotið og þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik var staðan 42-33 fyrir Borgnesinga. Í síðari hálfleik var sama uppi á tengingum; Borgnesingar spiluðu vel og héldu góðri forystu. Fyrir lokaleikhlutann var Skallagrímur kominn í þægilega 13 stiga forystu, sem þeir héldu áfram að auka þar til leikurinn var flautaður af og lokatölur 86-68.

Í liði Skallagríms var Marques Oliver stigahæstur með 23 stig og 19 fráköst, Kristófer Gíslason skoraði 14 stig, Davíð Guðmundsson og Nebojsa Knezevic voru með ellefu stig hvor, Eyjólfur Ásberg Halldórsson og Marinó Þór Pálmason voru með átta stig hvor, Kristján Örn Ómarsson skoraði fjögur stig, Almar Örn Björnsson þrjú, Hjalti Ásberg Þorleifsson tvö og Benedikt Láursson átti eitt stig.

Hjá Hrunamönnum var Corey Taite stigahæstur með 37 stig, Veigar Páll Alexandersson skoraði 13 stig, Karlo Lebo skoraði átta stig, Orri Ellertsson skoraði fjögur stig og Florijan Jovanov, Aron Ernir Ragnarsson og Þórmundur Smári Hilmarsson voru með tvö stig hver.

Líkar þetta

Fleiri fréttir