Naumt tap hjá Víkings í spjaldaleik

Víkingur Ólafsvík heimsótti Grindvíkinga í Lengjubikarnum á sunnudag. Víkingur tapaði leiknum naumlega 2:3 þar sem þrjú rauð spjöld fóru á loft. Grindvíkingar komust í 2:0 í fyrri hálfleik með mörkum þeirra Guðmundar Magnússonar og Viktors Guðbergs Haukssonar. Víkingar mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og voru búnir að jafna leikinn fyrir miðjan hálfleikinn með tveimur mörkum frá Bjarti Bjarna Barkarsyni. Það var síðan Nemanja Latinovic sem skoraði þriðja mark heimamanna sem reyndist sigurmarkið í leiknum. En á lokakaflanum fengu þrír leikmenn sitt annað gula spjald í leiknum og því brottvísun af velli. Voru það Grindvíkingarnir og markaskorarnir Guðmundur Magnússon og Viktor Guðberg Hauksson og Víkingurinn Hlynur Sævar Jónsson. Næsti leikur Víkings er heimaleikur gegn HK úr Kópavogi laugardaginn 13. mars nk.

Líkar þetta

Fleiri fréttir