Jafntefli hjá Kára í Lengjubikarleik

Knattspyrnufélagið Kári á Akranesi gerði 1:1 jafntefli gegn Augnabliki úr Kópavogi í leik sem fram fór í Akraneshöllinni í gær. Káramenn voru hársbreidd frá sigri í leiknum því Augnablik jafnaði leikinn á 89. mínútu. Það var Andri Júlíusson sem kom Káramönnum yfir á 30. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Á lokamínútu fyrri hálfleiks fékk Augnablik vítaspyrnu en vítabaninn í marki Kára, Dino Hodzic, gerði sér lítið fyrir og varði enn eina vítaspyrnuna.

Í síðari hálfleik sóttu gestirnir mun meira en Káramenn voru skipulagðir og vörðust vel þar til í blálokin og jafntefli því niðurstaðan. Næsti leikur Káramanna er gegn Magna frá Grenivík á útivelli sunnudaginn 14. mars.

Líkar þetta

Fleiri fréttir