Hópur pílukastara samfagnar hér með Akranesmeistaranum.

Sverrir Þór er Akranesmeistari í pílukasti

Akranesmeistaramóti Pílufélags Akraness lauk síðastliðinn fimmtudag þegar úrslitaviðureignin fór fram í pílusalnum í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu. Þar áttust við í æsispennandi leik þeir Sverrir Þór Guðmundsson og Trausti Jónsson. Spilaðir voru sjö leggir og réðust úrslitin í þeim síðasta sem Sverrir Þór vann með góðu útskoti. Pílufélagið á Akranesi er ungt en hefur vaxið hratt og keppa nú tvær sveitir á vegum þess í deildarkeppni Pílufélags Reykjavíkur. Sveitin í A-deildinni er að gera góða hluti og situr í fimmta sæti í sinni deild um þessar mundir en liðið sigraði í B-deildinni á sínu fyrsta keppnisári.

Líkar þetta

Fleiri fréttir