Tap hjá Víkingi í Lengjubikarleik

Víkingur Ólafsvík tapaði gegn Íslandsmeistum Vals 0:3 í Lengjubikarnum í gær. Leikurinn fór fram á Hlíðarenda og skoruðu þeir Kaj Leo i Bratalstovu, Sigurður Egill Lárusson og Patrick Pedersen mörk Valsmanna. Valsmenn eru efstir í sínum riðli með fullt hús stiga en Víkingar neðstir án stiga. Næsti leikur Víkings er gegn Grindavík suður með sjó, sunnudaginn 7. mars nk.

Líkar þetta

Fleiri fréttir