Skagakonur byrjuðu vel í Lengjubikarnum

Kvennalið ÍA í knattspyrnu lék sinn fyrsta leik í B deild Lengjubikarsins á föstudagskvöldið þegar liðið mætti stöllum sínum úr Grindavík. Leiknum, sem fram fór í Akraneshöllinni, lauk með 3:1 sigri Skagakvenna. Heimaliðið skoraði öll mörk sín í fyrri hálfleik og leiddi því 3:0 í hálfleik með mörkum þeirra Lilju Bjargar Ólafsdóttur, Evu Maríu Jónsdóttur og Védísar Öglu Reynisdóttur. Gestirnir úr Grindavík náðu að minnka muninn með marki undir lokin. Lokatölur því 3:1.

Næsti leikur hjá stelpunum í Lengjubikarnum er útileikur gegn Gróttu mánudaginn 8. mars nk.

Líkar þetta

Fleiri fréttir