Frá leik Skallagríms og Snæfells í fyrra. Ljósm. sá

Vesturlandsliðin mætast í kvöld

Í kvöld verður Vesturlandsslagur í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik þegar Snæfell og Skallagrímur mætast í Stykkishólmi. Viðureignir þessara liða eru oftar en ekki æsispennandi og ekki við öðru að búast en að svo verði einnig í kvöld. Liðin mættust síðast í Borgarnesi í janúar þar sem Skallagrímur hafði betur og sigraði með fimm stigum.

Fyrir leikinn situr Snæfell í sjötta sæti deildarinnar með fjögur stig en Skallagrímur í sætinu fyrir ofan með átta stig. Bæði liðin munu að öllum líkindum leggja allt í sölurnar í kvöld.

Vesturlandsslagur Snæfells og Skallagríms hefst í kvöld, miðvikudaginn 24. febrúar, kl. 19:15 í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir