Ingimundur ásamt hluta pútthóps eldri borgara. Ljósm. úr safni/mm

Púttarar í Borgarbyggð bruna nú á æfingar á Akranes

Pútthópur eldri borgara í Borgarbyggð, undir forystu Ingimundar Ingimundarsonar, varð skyndilega húsnæðislaus, þegar loka þurfti púttvellinum í Brákarey 13. febrúar síðastliðinn. Ingimundur segir að slíkt slái áhugasama golfara ekki út af laginu. „Við sömdum við Golfklúbbinn Leyni um að fá æfingaaðstöðu í húsi þeirra á Garðavöllum á Akranesi einu sinni í viku. Við mætum þar í fyrsta sinn á morgun, fimmtudag kl. 11.00 – 13.00,“ segir Ingimundur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir