
Vesturlandsdeildin í hestaíþróttum rúllar af stað á föstudaginn
Vesturlandsdeildinni hestaíþróttum hefst næstkomandi föstudag í Faxaborg í Borgarnesi með keppni í fjórgangi klukkan 19:00. Mótið varð endasleppt í fyrra vegna Covid-19, en þá var einmitt keppt í fjórgangi, áður en stöðva varð mótið vegna sóttvarnareglna. Áhorfendum gefst ekki kostur á að fylgjast með mótinu í Faxaborg í Borgarnesi að þessu sinni, en því verður streymt í beinni útsendingu á streymisveitunni Alendis; https://www.alendis.tv/alendis
Dagskrá Vesturlandsdeildarinnar verður nokkuð þétt, en lýkur 30. apríl. Föstudaginn 26. febrúar verður keppt í fjórgangi, 12. mars í slaktaumatölti, 25. mars í gæðingafimi, 15. apríl í fimmgangi og 30. apríl í tölti og skeiði. Sex lið taka þátt í mótinu að þessu sinni; Stelpurnar í Slippfélaginu og Kerckhaert skeifna, Hestaland, Laxárholt, Söðulsholt, Skáney / Fagerlund og Skipanes / Steinsholt.
Á Facebook síðu Vesturlandsdeildarinnar má lesa liðakynningar þeirra sem taka þátt í mótinu að þessu sinni.