Keira í sókninni fyrir Skallagrím. Ljósm. Skallagrímur.

Valskonur voru of erfiðar fyrir Borgnesinga

Valskonur sigruðu Skallagrím örugglega þegar liðin mættust í Borgarnesi í gær, sunnudag. Gestirnir tóku stjórnina strax í fyrsta leikhluta og voru búnir að ná góðri 12 stiga forystu í lok leikhlutans, 24-12. Borgnesingar fundu engin ráð gegn sterku liði Valskvenna sem var enn með þægilega tólf stiga forystu í hálfleik, 44-32. Eftir hléið héldu gestirnir uppteknum hætti og allt virtist ganga upp hjá þeim. Borgnesingar náðu að minnka forystuna niður í níu stig um tíma en komust aldrei nær. Lokatölur því 91 stig gegn 65 gestunum í vil.

Í liði Skallagríms var Keira Robinson stigahæst með 20 stig, Sanja Orozovic skoraði 18 stig og tók tíu fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði sjö stig, Maja Michalska skoraði sex stig, Nikita Telesford skoraði fjögur stig, Gunnhildur Lind Hansdóttir skoraði einnig fjögur stig og tók fimm fráköst og Arnina Lena Runarsdottir og Embla Kristínardóttir skoruðu þrjú stig hvor.

Í liði Vals var Kiana Johnson atkvæðamest með 32 stig og sjö stoðsendingar, Helena Sverrisdóttir skoraði 15 stig og tók sex fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir skoraði 14 stig, Dagbjört Dögg Karlsdóttir skoraði 13 stig, Hallveig Jónsdóttir skoraði fimm stig, Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði einnig fimm stig og tók sjö fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði fjögur stig og tók ellefu fráköst, Lea Gunnarsdóttir skoraði tvö stig og Nína Jenný Kristjánsdóttir skoraði eitt stig.

Skallagrímur er í fimmta sæti deildarinnar með átta stig. Næsti leikur liðsins er Vesturlandsslagur gegn Snæfelli í Stykkishólmi á miðvikudaginn kl. 19:15.

Líkar þetta

Fleiri fréttir