Tap og sigur Skagaliða í Lengjubikarnum

Skagaliðin ÍA og Kári áttu leiki í Lengjubikarkeppninni í knattspyrnu karla síðastliðinn föstudag. Þar hafði knattspyrnufélagið Kári sigur gegn ÍH, en ÍA tapaði leik sínum við Stjörnuna.

Góður sigur Kára

Káramenn byrjuði vel í B-deild karla í Lengjubikarnum með öruggum sigri gegn ÍH 4:1 í Akraneshöllinni á föstudagskvöldið. Það var Breki Þór Hermannsson sem kom Káramönnum á bragðið með opunarmarkinu á 20. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar kom Andri Júlíusson Kára í 2:0 með marki úr vítaspyrnu. ÍH minnkaði muninn skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks en Garðar Gunnlaugsson kom Kára í 3:1 í upphafi síðari hálfleiks og um miðjan hálfleikinn urði ÍH menn fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Öruggur sigur Kára var í höfn. Næsti leikur Kára í Lengjubikarnum er gegn Augnabliki í Akraneshöllinni laugardaginn 6. mars nk.

Tap gegn Stjörnunni

Skagamenn í ÍA töpuðu 0:2 fyrir Stjörnunni í leik í annarri umferð Lengjubikarsins sem fram fór á Samsung vellinum í Garðabæ sömuleiðis á föstudagskvöldið. Stjörnumenn byrjuðu leikinn betur og náðu forystunni strax á 10. mínútu leiksins með marki Tristans Freys Ingólfssonar og bættu síðan öðru marki við á 27. mínútu þegar Hilmar Árni Halldórsson skoraði af stuttu færi. Ekki batnaði staða gestanna þegar Inga Þór Sigurðssyni var vísað af velli með sitt annað gula spjald á 41. mínútu leiksins. En Skagamönnum til hróss þá voru þeir mjög skipulagðir í leik sínum einum færri í síðari hálfleik. Fengu Stjörnumenn nánast engin alvöru færi til þess að bæta við mörkum og komust Skagamenn reyndar næst því að skora og minnka muninn á lokamínútunum þegar markvörður Stjörnunnar varði með tilþrifum aukaspyrnu Gísla Laxdals Unnarsson rétt utan vítateigs. Næsti leikur Skagamanna í Lengjubikarnum er gegn Vestra frá Ísafirði í Akraneshöllinni föstudagskvöldið 5. mars nk.

Líkar þetta

Fleiri fréttir