Tap hjá Víkingi Ólafsvík gegn KA

Karlalið Víkings Ólafsvík lék sinn annan leik í Lengjubikarnum í Akraneshöllinni á laugardaginn, nú gegn KA. Víkingar töpuðu stórt fyrir úrvalsdeildarliðinu, með fimm mörkum gegn engu.  Staðan í hálfleik var 0:1 með marki Nökkva Þeys Þórissonar. En í upphafi síðari hálfleiks bætti Ásgeir Sigurgeirsson öðru marki við. Eftir um klukkutíma leik varð Alex Bergmann Arnarsson fyrir því óhappi að skora sjálfsmark. Ásgeir Sigurgeirsson skoraði annað mark sitt og fjórða mark KA í leiknum um miðjan hálfleikinn. Tveimur mínútum fyrr leikslok skoraði Jonathan Hendrickx síðan fimmta og síðasta mark norðanmanna.

Víkingar töpuðu fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ 0:3. En næsti leikur þeirra verður gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda, næstkomandi sunnudag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir