Svipmynd úr leiknum. Ljósm. Skallagrímur.

Góður sigur Borgnesinga á föstudaginn

Skallagrímur hafði betur gegn Fjölni þegar liðin mættust í Fjósinu í 1. deild karla í körfubolta á föstudaginn. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en rétt áður en fyrsti leikhluti kláraðist náðu Fjölnismenn fjögurra stiga forystu, 17-13. Í byrjun annars leikhluta komst Fjölnir níu stigum yfir en þá ýttu Borgneingar á bensíngjöfina og gáfu allt í leikinn og voru komnir fimm stigum yfir þegar gengið var til klefa í hálfleiks. Í síðari hálfleik réðu Skallagrímsmenn öllu á vellinum og silgdu örugglega fram úr Fjölnismönnum og náðu góðum 17 stiga sigri, 84-67.

Atkvæðamestur í liði Skallagríms var Marques Oliver með 23 stig og 16 fráköst, Kristófer Gíslason var með 22 stig og sex fráköst, Marinó Þór Pálmason var með 18 stig, Kristján Örn Ómarsson var með átta stig, Hjalti Ásberg Þorleifsson skoraði fimm stig, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar, Benedikt Lárusson skoraði fimm stig og Davíð Guðmundsson skoraði þrjú stig.

Matthew Carr Jr. var atkvæðamestur í liði Fjölnis með 40 stig og ellefu fráköst, Johannes Dolven skoraði 14 stig og tók 17 fráköst, Karl Ísak Birgisson og Viktor Máni Steffensen skoruðu fjögur stig hvor, Hlynur Breki Harðarson skoraði þrjú stig og Daníel Bjarki Stefánsson skoraði tvö stig.

Skallagrímur situr í sjötta sæti deildarinnar með átta stig eftir níu leiki. Næst leikur liðið við Hamar í Hveragerði á föstudaginn, 26. febrúar, kl. 19:15.

Líkar þetta

Fleiri fréttir