Íslenska körfuboltalandslið karla mætir Slóvenum í dag

Í dag klukkan 16 er komið að fyrri leik Íslands í febrúar-glugganum í forkeppninni að undankeppni HM 2023 í körfu. Leikurinn verður sýndur beint í Ríkissjónvarpinu. Leikið er í Pristhina höfuðborg Kosovó þar sem liðin fjögur í riðlinum; Ísland, Slóvakía, Kosovó og Lúxemborg eru öll saman komin og leika tvo leiki hvert gegn hvert öðru. Á laugardaginn leika íslensku strákarnir lokaleikinn sinn í kepninni gegn Lúxemborg.

„Liðið hefur dvalið í góðu yfirlæti og æft vel síðustu daga. Mikil tilhlökkun er meðal leikmannanna að spila í dag og eru menn staðráðnir í að sækja sigur. Ísland er sem stendur efst í riðlinum en einn sigur myndi gulltryggja sæti í annari umferð sem fram fer fram í ágúst. Þá munu átta lið sem leika einnig yfir helgina í undankeppni EuroBasket 2022 og enda neðst í sínum riðlum koma inn í aðra umferðina og leika um að komast áfram í undankeppni HM sem hefst í haust. Tvö lið fara áfram úr riðli Íslands og tvö lið í hinum riðlinum. Alls verða því 12 lið í fjórum þriggja liða riðlum í sumar í umferð tvö í ágúst,“ segir í tilkynningu frá landsliðshóp KKÍ.

Craig Pedersen hefur valið þá 12 leikmenn sem leika í dag gegn Slóvakíu en Ísland er með 13 leikmenn til taks í Kosovó. Ragnar Ágúst Nathanaelsson verður í leikmannahópnum og Hjálmar Stefánsson mun hvíla í dag. Ragnar Ágúst leikur sinn 50. landsleik í dag gegn Slóvakíu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira