Sigur Skagamanna í fyrsta leik í Lengjubikarnum

Skagamenn höfðu sigur gegn Selfyssingum í fyrsta leik vetrarins í Lengjubikarnum sem spilaður var á laugardaginn í Akraneshöllinni. Leikurinn endaði 3:1. Selfyssingar byrjuðu betur og náðu forystunni strax á fimmtu mínútu þegar markahrókurinn Hrovje Tokic kom gestunum yfir, en Skagamenn snéru stöðunni vð með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla um miðjan hálfleikinn. Það voru þeir Brynjar Snær Pálsson og Sigurður Hrannar Þorsteinsson sem skoruðu mörkin. Það var síðan Gísli Laxdal Unnarsson sem gulltryggði sigurinn á lokamínútum leiksins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir