Hópurinn frá GFD

Guðbjört Lóa og Jóhanna Vigdís bikarmeistarar í glímu

Bikarglíma Íslands fór fram í Akurskóla 13. febrúar. Níu keppendur tóku þátt á mótinu fyrir hönd Glímufélags Dalamanna og varð Jóhanna Vigdís Pálmadóttir bikarmeistari hjá 15 ára stelpum, Dagný Sara Viðarsdóttir varð í 3. sæti og Birna Rún Ingvarsdóttir í 4. sæti. Fjórir keppendur kepptu í flokki stelpna 14 ára. Embla Dís Björgvinsdóttir varð í 4. sæti, Kristey Sunna Björgvinsdóttir varð í 5. sæti og Jasmin Hall Arnarsdóttir og Kristín Ólína Guðbjartsdóttir deildu 6. sætinu. Mikael Hall varð í 4. sæti í flokki 12 ára stráka. Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir tók þátt á mótinu eftir nokkurra ára hlé frá keppni og stóð sig mjög vel. Hún sigraði í báðum flokkunum sem hún keppti í; opna flokkinn og +70 kg.

Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir og Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, en þau unnu bæði tvöfalt á mótinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira