Brynhildur kosin Freshman of the year

Sundkonan knáa Brynhildur Traustadóttir frá Akranesi stundar nú nám og sund í University of Indianapolis. Hún tók þátt í The Great Lakes Valley Conferance Championships um helgina og var kosin; „The Freshman of the year“ eftir mótið. Í frétt frá gömlu liðsfélögum Brynhildar í Sundfélagi Akraness kemur fram að Brynhildur er nú í mjög góðu formi. Hún var mikilvægur hluti af liði sínu ytra þegar það setti mótsmet og skólamet í 4×200 boðsundi. Hún stóð sig sömuleiðis vel í einstaklingsgreinum og bætti sig um tæpar 17 sekúndur í 1000y skriðsundi á tímanum 10.08.59 sem skilaði henni 5. sæti á mótinu. Í 500y skriðsundi bætti hún sig um 7 sek. á tímanum 4.56.73 og lenti í 6. sæti. Loks í 200y synti hún á tímanum 1.51.67 sem er bæting um 1,5 sek og varð í 7. sæti. Þá keppti hún í fyrsta skipti i 1650y, (ca 1500m) og varð þar í 5. sæti á tímanum 17.04.61. „Við hjá sundfélaginu erum afar stolt af þessari frábæru fyrirmynd okkar,“ segir í tilkynningu frá Sundfélagi Akraness.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Heba Bjarg er dúx FVA

Föstudaginn 28. maí voru 55 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Heba Bjarg Einarsdóttir var með bestan námsárangur á stúdentsprófi með... Lesa meira

Slaka á samkomutakmörkunum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt um slakanir á samkomutakmörkunum frá og með þriðjudeginum 15. júní. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 150... Lesa meira