Ólafsvíkurvöllur.

Víkingur Ólafsvík fær Hlyn og Mikael lánaða frá ÍA

Knattspyrnumennirnir Mikael Hrafn Helgason og Hlynur Sævar Jónsson hafa verið lánaðir til Víkings í Ólafsvík frá ÍA.

Mikael Hrafn er fæddur 2001 og hefur ekki enn spilað með meistaraflokksliði ÍA. Áður lék hann með Kára og Skallagrími í Borgarnesi.

Hlynur Sævar er fæddur árið 1999 og lék 16 leiki með meistaraflokki ÍA í fyrra og skoraði tvö mörk í þeim leikjum.

Víkingar Ólafsvík hefur verið að fá til sín unga og efnilega leikmenn og virðist félagið nú vera með aðra nálgun á uppbyggingu sinni en áður.

Líkar þetta

Fleiri fréttir