Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks hampaði bikarnum í leikslok eftir 5-1 sigur á Skagamönnum. Ljósm. Fótbolti.net/ Hulda Margrét.

Skagamenn léku til úrslita í fótbolta.net mótinu

Skagamenn töpuðu 1:5 gegn Breiðabliki í úrslitaleik fótbolta.net æfingamótinu síðastliðið föstudagskvöld. Leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. Það var Ingi Þór Sigurðsson sem skoraði mark Skagamanna í leiknum.

Blikar byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnir með þriggja marka forystu eftir um 15 mínútna leik, og leiddu 4:0 í hálfleik. Leikurinn var síðan mun jafnari í síðari hálfleik. Það vantaði nokkra fastamenn í lið Skagamanna en Blikar virtust tefla fram sínu sterkasta liði. En það jákvæða var að nokkrir ungir leikmenn Skagamanna fengu mikilvæga leikreynslu í leiknum.

Á leið sinni í úrslitaleikinn sigruðu Skagamenn Gróttu 2:0 á Seltjarnarnesi með mörkum þeirra Gísla Laxdal Unnarssonar og Hlyns Sævars Jónsson og HK 2:1 í Akraneshöllinni með mörkum þeirra Brynjars Snæs Pálssonar og Gísla Laxdal Unnarssonar.

Skagamenn sigruðu á fótbolta.net mótinu í fyrra og unnu þá Breiðablik 5:2 í úrslitaleik.

Líkar þetta

Fleiri fréttir