Svipmynd úr leik Sindra og Skallagríms sem fram fór á Höfn. Ljósm. Sindri.

Skallagrímsmenn töpuðu báðum leikjum vikunnar

Nóg var að gera hjá Skallagrímsmönnum um helgina en liðið mætti Sindra á föstudaginn og Vestra í gær í 1. deild karla í körfubolta.

Skallagrímur tapaði stórt, 92-64, þegar liðið sóttir Sindra á heim á Höfn. Borgnesingar eltu heimamenn allan leikinn og strax eftir fimm mínútur skildu leiðir þegar heimamenn voru komnir sex stigum yfir, 14-8. Þegar fyrsta leikhluta lauk var Sindri 13 stiga forystu 27-14. Borgnesingar náðu aldrei að minnka muninn í meira en níu stig í öðrum leikhluta og þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik var staðan 52-31 heimamönnum í vil. Í síðari hálfleik var lítið að frétta, Sindri hélt áfram að skilja sig betur frá Skallagrímsmönnum og lokatölur 92-64.

Í liði Skallagríms var Nebojsa Knezevic stigahæstur með 17 stig, Kristófer Gíslason skoraði tíu stig og tók fimm fráköst og Davíð Guðmundsson skoraði níu stig en aðrir skoruðu minna. Í liði Sindra var Gerard Blat Baeza stigahæstur með 24 stig og sex fráköst, Gerald Robinson skoraði 16 stig og tók 14 fráköst og Gísli Þórarinn Hallsson skoraði 15 stig en aðrir skoruðu minna.

 

Töpuðu á heimavelli

Skallagrímur kom sterkara til leiks þegar liðið mætti Vestra í Borgarnesi síðdegis í gær, en það dugði ekki til og töpuðu Borgnesingar með þremur stigum, 84-81. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og voru heimamenn þremur stigum yfir í lok leikhlutans. Í öðrum leikhluta náðu gestirnir að komast í 13 stiga forystu um tíma en heimamenn voru fljótir að bregðast við og þegar flautað var til hálfleiks var munurinn fimm stig, 52-47 fyrir gestina. Vestri náði að halda forystunni í þriðja leikhluta en heimamenn gættu þess að hleypa þeim ekki of langt framúr sér og staðan 66-62 þegar lokaleikhlutinn hófst. Lítið markvert gerðist eftir það, gestirnir leiddu áfram en Borgnesingar eltu stíft og lokatölur 84-81 gestunum í vil.

Í liði Skallagríms var Mustapha Traore atkvæðamestur með 26 stig og sjö fráköst, Kristófer Gíslason skoraði 13 stig og Davíð Guðmundsson og Marinó Þór Pálmason skoruðu tólf stig hvor, en aðrir skoruðu minna. Í liði Vestra voru Arnar Smári Bjarnason og Ken-Jah Bosley atkvæðamestir með 21 stig hvor.

Skallagrímur leikur næst föstudaginn 12. febrúar þegar liðið sækir Álftanes heim.

Líkar þetta

Fleiri fréttir