Kristín Þórhallsdóttir setti níu ný Íslandsmet á Reykjavíkurleikunum um helgina. Ljósm. Kraftlyftingasamband Íslands

Kristín stigahæsti keppandinn á Reykjavíkurleikunum

Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftingakona sigraði í kvennaflokki í klassískum kraftlyftingum á Reykjavíkurleikunum sem fram fóru um helgina. Keppni fór fram í Sporthúsinu í Kópavogi en var að þessu sinni innanlandsmót en erlendir keppendur urðu að hætta við þátttöku vegna Covid-19.

Kristín náði góðum árangri á mótinu og varð stigahæsti keppandi mótsins. Átta af níu lyftum hennar voru gildar. Hún bætti sig í öllum greinum og í samanlögðu auk þess sem hún setti níu Íslandsmet á mótinu. Kristín lyfti samanlagt 516,5 kílóum. Hún tók mest 201 kíló í hnébeygju, 108 kíló í bekkpressu og 207,5 í réttstöðulyftu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir