Fótboltamót í frosti og roki

Stelpurnar í 5. flokki Snæfellsnessamstarfsins í knattspyrnu létu rok og kulda ekki á sig fá sunnudaginn 24. janúar síðastliðinn. Þann dag hófu þær keppni í Faxaflóamótinu þetta árið með heimaleik sem spilaður var á Ólafsvíkurvelli. Stelpurnar spila í D-riðli A-liða og tóku á móti HK-2. Stóðu heimastúlkur sig vel og sigruðu 5 – 1 í leiknum. Þær spila næst við Víking Reykjavík-2 laugardaginn 6. febrúar á Víkingsvellinum í Reykjavík.

Áhorfendur eru ekki leyfðir á leiki, en einhverjir áhugasamir foreldrar sátu í bílum sínum og fylgdust með.

Líkar þetta

Fleiri fréttir