Fótboltamót í frosti og roki

Stelpurnar í 5. flokki Snæfellsnessamstarfsins í knattspyrnu létu rok og kulda ekki á sig fá sunnudaginn 24. janúar síðastliðinn. Þann dag hófu þær keppni í Faxaflóamótinu þetta árið með heimaleik sem spilaður var á Ólafsvíkurvelli. Stelpurnar spila í D-riðli A-liða og tóku á móti HK-2. Stóðu heimastúlkur sig vel og sigruðu 5 – 1 í leiknum. Þær spila næst við Víking Reykjavík-2 laugardaginn 6. febrúar á Víkingsvellinum í Reykjavík.

Áhorfendur eru ekki leyfðir á leiki, en einhverjir áhugasamir foreldrar sátu í bílum sínum og fylgdust með.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Heba Bjarg er dúx FVA

Föstudaginn 28. maí voru 55 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Heba Bjarg Einarsdóttir var með bestan námsárangur á stúdentsprófi með... Lesa meira

Slaka á samkomutakmörkunum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt um slakanir á samkomutakmörkunum frá og með þriðjudeginum 15. júní. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 150... Lesa meira