Sigrún fer með landsliðinu til Slóveníu

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrirliði meistaraflokks kvenna í körfu hjá Skallagrími hefur verið valin í A-landsliðshóp kvenna. Framundan er landsleikjagluggi sem er síðasta umferð í undankeppni EM kvenna 2021. Leikirnir áttu að vera leiknir heima og að heiman en því hefur verið breytt og liðið mun leika í Ljubljana í Slóveníu í „öryggisbubblu“ sem FIBA mun setja upp fyrir landsliðin í A-riðli undankeppninnar. Íslenska liðið mætir Grikkjum fimmtudaginn 4. febrúar og Slóveníu laugardaginn 6. febrúar. Sigrún er reynslumest í landsliðinu með 55 A-landsleiki að baki.

Líkar þetta

Fleiri fréttir