
Vestlendingar í æfingahópi yngri landsliða
Ellefu Vestlendingar hafa verið valdir í æfingahópa yngri landsliða á körfuknattleik. Í æfingahópi fyrir U15 ára landslið kvenna eru fimm stúlkur úr Skallagrími, þær Aðalheiður Ella Ásmundsdóttir, Díana Björg Guðmundsdóttir, Kolfinna Dís Kristjánsdóttir, Valborg Elva Bragadóttir og Victoría Lind Kolbrúnardóttir.
Í æfingahópi fyrir U16 ára landslið kvenna eru Heiður Karlsdóttir og Lisbeth Inga Kristófersdóttir úr Skallagrími auk Ingigerðar Sólar Hjartardóttur úr Snæfelli.
Í æfingahópi fyrir U16 ára landslið karla eru Skagamennirnir Styrmir Jónasson og Þórður Freyr Jónsson úr ÍA.
Loks hefur Tinna Guðrún Alexandersdóttir úr Snæfelli verið valin í æfingahóp fyrir U18 ára landslið kvenna.