Ísland leikur sinn fyrsta leik á HM í kvöld

Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur sinn fyrsta leik á Heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í kvöld, þegar liðið mætir Portúgal kl. 19:30. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV. Strákarnir spila í riðli með Portúgal, Alsír og Marokkó en Ísland og Portúgal þykja sterkustu liðin í riðlinum og leikurinn í kvöld því mikilvægur ef strákarnir vilja fara með fjögur stig í milliriðil. Röðun leikja er þétt, eins og gjarnan einkennir stórmót í handbolta, en næst mæta þeir Alsír á laugardaginn og loks Marokkó á mánudagskvöldið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.