Snæfell sigraði KR örugglega. Ljósm. sá

Góður sigur hjá Snæfelli

Snæfellskonur höfðu betur gegn KR, unnu með 87 stigum gegn 75, þegar liðin mættust í Stykkishólmi í gær. Snæfell byrjaði leikinn mun betur og var fljótlega komið með átta stig gegn engu en þá tók KR við sér og jafnaði leikinn í 8-8. Snæfell náði ekki að slíta sig frá KR í fyrsta leikhluta og liðin jöfn með 17 stig þegar leikhlutanum lauk. Í öðrum leikhluta sigldu heimakonur hægt og rólega framúr gestunum og í hálfleik voru þær komnar í þægilega 16 stiga forystu, 50-34. KR elti áfram í þriðja leikhluta en náði aldrei í skottið á Snæfelli og leikhlutanum lauk 65-58 og ekkert breyttist í lokaleikhlutanum, Snæfell leiddi og gestirnir héldu áfram að elta en náðu aldrei að ógna af neinni alvöru.

Hjá Snæfelli var Haiden Denise Palmer atkvæðamest með 25 stig, átta fráköst, átta stoðsendingar og ellefu stolna bolta. Anna Soffía Lárusdóttir skoraði 19 stig tók fjögur fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir skoraði 13 stig, Emese Vida skoraði 12 stig og náði tíu fráköstum, Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði sjö stig og tók fimm fráköst, Kamilé Berenyté skoraði sex stig og tók fimm fráköst, Dagný Inga Magnúsdóttir skoraði þrjú stig og Vaka Þorsteinsdóttir tvö.

Í liði KR var Annika Holopainen stigahæst með 29 stig og tók fimm fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir skoraði ellefu stig og náði ellefu fráköstum, Ástrós Lena Ægisdóttir skoraði níu stig, tók sjö fráköst og fimm stoðsendingar, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir átti sjö stig og sjö fráköst, Perla Jóhannsdóttir skoraði sex stig, Björg Guðrún Einarsdóttir skoraði fimm stig og tók fimm fráköst, Helena Haraldsdóttir skoraði fimm stig og Anna Fríða Ingvarsdóttir þrjú stig.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.